Tekst piosenki:
Hugans djúpin
hyldjúpa líf
í kuldanum sefur
um ókomna tíð
Hefst nú förin
Skuggarnir teyma
Yfir móðuna miklu
Inn í hulda heima
Stjörnurnar þar svífa
í skýjunum þungum
og sökkva í myrkri
frá gjótum og sprungum
Vindurinn þar leikur
við jörðina strýkur
en undir, þar kraumar
og úr henni ríkur
Berjast í sárunum
mosinn grænn og lyngin
í grámánabirtu
við sjóndeildarhringinn
Fjöll, holt og hóla
í húminu fann
bak við mín augnlok
og hjartað þar brann
Staður sem slíkur
má sorgina geyma
en hvert sem ég rata
þá á ég þar heima