Tekst piosenki:
Ljós heimsins, svo viðkvæmt frá dögun
og hverfult til sólarlags,
er dysjað í freðnum nátthögum
og bíður þar næsta dags.
Sól vermir ei tóftir og bæi
þó sleiki hún fjallstinda.
Samt gefur hún dögunum vægi
sem myrkri frá hrinda.
Rís nú yfir nátthaga,
vermdu okkar lífsdaga .
Gæddu heiminn hlýjum yl,
lýs upp dauðans djúpa hyl.
Nú tekur af degi að grýja,
nú endurfæðist sól.
Þá fögnum við lífinu nýja
sem vorinu móðirin ól.
Og aftur tókst dauðann að flýja,
nú endurnærist sál.
Vermir nú glætan sú hlýja
og tendrar öll lífsins bál.
Rís nú yfir nátthaga,
vermdu okkar lífsdaga .
Gæddu heiminn hlýjum yl,
lýs upp dauðans djúpa hyl.