Tekst piosenki:
Dagar líða, tómið mig tekur
Draumar mínir misst hafa lit
Því þú ert ekki hér
Þú horfinn ert mér en ég syng
Hlátur þinn ómar ennþá
Í hjarta mér, þú ert þar
Töfrandi augnablik
Mánaljós, stjörnuglit, þú og ég
Er ég sé þig, minningar streyma
Þú vekur mig, fyllir mig von
Og ég finn hvað ég sakna þín
Bara ef þú kæmir aftur til mín
Eflaust fæ ekki að vita
Hvort þú hugsir um mig
En þó leiðin sé löng
Mun ég syngja minn söng til þín
Er ég sé þig, minningar streyma
Þú vekur mig, fyllir mig von
Og ég finn hvað ég sakna þín
Bara ef þú kæmir aftur til mín
Við dönsum, ég og þú
Því þú átt mig alla þá og nú
Bara ef þú kæmir aftur til mín
Er ég sé þig, minningar streyma
Þú vekur mig, fyllir mig von
Og ég finn hvað ég sakna þín
(Er ég sé þig, minningar streyma) Ó…
Þú vekur mig, fyllir mig von
(Og ég finn hvað) Ég sakna þín
Bara ef þú kæmir aftur til mín
Dodaj adnotację do tego tekstu »
Historia edycji tekstu
Komentarze (0):